Skipulag ferðamála

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 23:44:36 (4819)

1998-03-17 23:44:36# 122. lþ. 89.15 fundur 546. mál: #A skipulag ferðamála# (ferðaskrifstofur) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[23:44]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ágætisfrv. eftir því sem ég get haft skoðun á því. Ég hef ekki mikið vit á þessu máli. Ég viðurkenni það. Ég held að þetta sé þarfamál. Hér á að búa til lagaákvæði til þess að koma í veg fyrir að ferðaskrifstofur geti vaðið til útlanda með fleiri hundruð manns og skilið eftir í reiðileysi án þess að geta tryggt því heimferð.

Ég var að gagnrýna það að gamla aðferðin er byrjuð, að hrúga inn fleiri, fleiri stjórnarfrumvörpum. Hvað ætli það sé búið að tala fyrir mörgum stjórnarfrumvörpum í dag? Eru þau 10, eru þau 12? Í öllum framsöguræðunum hafa ráðherrarnir sagt: Þetta verður að verða að lögum fyrir vorið. Þetta var ég að gera athugasemd við, herra forseti. Þetta er algerlega ómöguleg framkoma við þingið.