Vinnuklúbburinn

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 13:47:45 (4832)

1998-03-18 13:47:45# 122. lþ. 90.2 fundur 511. mál: #A vinnuklúbburinn# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[13:47]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. 5. þm. Austurl., Arnbjörgu Sveinsdóttur, sérstaklega fyrir að hafa vakið athygli á þessu máli og hæstv. félmrh. fyrir ágæt svör. Ég tel að Vinnuklúbburinn sem hefur verið nefndur sé eitt af því jákvæðasta sem hefur verið gert hér á landi til að ráða bót á atvinnuleysi, sérstaklega langtímaatvinnuleysi, og ég tel mjög nauðsynlegt að útvíkka það starfsvið sem Vinnuklúbburinn hefur haft á höfuðborgarsvæðinu þannig að hann nái miklu víðar. Ég tel að þarna hafi verið unnið mjög merkilegt starf og hvernig hefur verið farið að og sá frábæri árangur sem hefur náðst er mjög athyglisverður þar sem stór hópur af þessu fólki er langtímaatvinnulaust. Í umræðunni hefur oft verið talað um þetta fólk eins og hóp sem ekki kærir sig um að vinna, ekki vill vinnu og ekki leitar eftir vinnu. En mér finnst að þessi árangur sanni annað.