Kjör og staða fólks er stundar nám fjarri heimabyggð

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:27:27 (4849)

1998-03-18 14:27:27# 122. lþ. 90.6 fundur 516. mál: #A kjör og staða fólks er stundar nám fjarri heimabyggð# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:27]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég get alveg fallist á þau rök sem hæstv. menntmrh. lagði fram. Það er eðlilegt að bíða eftir því að ný lög taki gildi og láta úttekt fara fram þá. Að öðrum kosti mætti segja að úttektin væri gerð á úreltum forsendum. Ég vil hins vegar taka undir það sem hér kom fram, m.a. hjá hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur, um að skoða þurfi sérstaklega þátt húsaleigubóta. Það er þekkt að fjöldi ungs fólks breytir um heimilisfang og nánast flyst suður ef svo má að orði komast, einmitt vegna húsaleigubótanna. Þann þátt þarf að skoða vandlega.

Þá vil ég einnig vekja athygli á því að nú hefur það færst töluvert í vöxt að nemendum sem áður nutu svonefnds dreifbýlisstyrkjar er nú vísað á Lánasjóð ísl. námsmanna. Þetta er sérlega slæmt fyrir þá nemendur sem eru í verknámi en hyggja síðan á langskólanám að því loknu vegna ákvæða um hámarkslánstíma. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort hann muni beita sér fyrir breytingu á þeim þætti sérstaklega.