Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:42:19 (4855)

1998-03-18 14:42:19# 122. lþ. 90.7 fundur 532. mál: #A fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:42]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ástæða þess að ég bið um orðið er út frá þeirri fyrirspurn sem er á skjalinu sem var dreift og er þess efnis hvort ráðherra muni beita sér fyrir aukafjárveitingu til Verkmenntaskólans á Akureyri. Mig undraði svolítið þessi spurning, sem hefur reyndar komið oft upp þegar hæstv. stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eiga að beina ýmsum fyrirspurnum til hæstv. ráðherra í ríkisstjórninni, að það skuli í raun og veru ekki vera á hreinu hver fer með fjárveitingavaldið. Það er hjá Alþingi, hvort sem um er að ræða afgreiðslu fjárlaga hvers árs, eða aukafjárveitinga og þess vegna eðlilegt að þingmenn beiti sér fyrir því á þeim vettvangi að aukafjárveitingar fáist til þeirra verkefna sem þeir telja þess virði.