Staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn

Fimmtudaginn 19. mars 1998, kl. 11:57:04 (4911)

1998-03-19 11:57:04# 122. lþ. 91.1 fundur 568. mál: #A staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn# þál., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 122. lþ.

[11:57]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er greinilega miklu betur að sér en ég um það hvað það kostar fyrir þessi ríki að ganga inn í Atlantshafsbandalagið. Ég vísa einungis til þess að ekki eru liðnir tveir sólarhringar frá því að ég sat á fundi með tékkneskum þingmönnum í húsinu þar sem þeir fullyrtu að eftir nánari skoðun á málinu hefði komið í ljós að þeir þyrftu að eyða talsverðu í upphafi en síðan mundi þátttaka þeirra í Atlantshafsbandalaginu draga úr kostnaði þeirra við varnir landsins. Þegar upp væri staðið í einhverri framtíð mundi þetta leiða til sparnaðar. En ég er viss um að það voru fleiri en ég á fundinum með sérfræðingum tékkneska þingsins sem geta vafalaust reifað þetta í ítarlegra máli en ég.