Norrænt samstarf 1996-1997

Fimmtudaginn 19. mars 1998, kl. 19:36:21 (4981)

1998-03-19 19:36:21# 122. lþ. 91.7 fundur 567. mál: #A norrænt samstarf 1996-1997# skýrsl, VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 122. lþ.

[19:36]

Frsm. (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er kannski ekki andsvar en mér þótti ástæða til að þakka samstarfsráðherra Norðurlanda fyrir gott samstarf og fyrir þann mikla áhuga sem hann sýnir norrænu samstarfi með því að gegna starfi samstarfsráðherra Norðurlanda auk þess sem hann er utanríkisráðherra þar sem ég veit að það er mikið álag og aukin vinna en ég held að það skipti verulega miklu máli fyrir norrænt samstarf að hann hefur ákveðið að nota sína krafta þar líka.

Ég vil einnig nota tækifærið og þakka þeim ágætu íslensku þingmönnum sem sitja í Íslandsdeild Norðurlandaráðs fyrir gott samstarf og einnig því starfsfólki sem þjónar okkur á alþjóðasviði Alþingis.