Birting milliríkjasamninga

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:09:34 (4990)

1998-03-23 15:09:34# 122. lþ. 92.1 fundur 266#B birting milliríkjasamninga# (óundirbúin fsp.), ÁE
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:09]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Við erum að ræða óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem sérstakt ákvæði er um í þingsköpum sem felst í því að þingmenn koma upp, spyrja ákveðinna spurninga um pólitísk efni eða önnur þau efni sem eru í umræðu í þjóðfélaginu og eiga skoðanaskipti við hæstv. ráðherra. Hér er ekki um venjulega fyrispurn að ræða sem menn undirbúa vitaskuld með því að láta ráðherra vita eða utandagskrárumræða. Þetta er formið sem við höfum kosið okkur og hæstv. ráðherra á ekki að skjóta sér bak við það. Hann veit miklu betur. Hann svaraði hins vegar engu um það hvort hann ætlaði að láta athuga hugsanlegt fjárhagslegt tjón sem menn hafa orðið fyrir. Hann segist ætla að upplýsa Alþingi betur um þetta. Því ber að fagna. En hæstv. ráðherra á ekki að kveinka sér undan umræðunni. Það er eðlilegt að þessi mál komi hér til umræðu. Þau vöktu mikla athygli þegar hv. þm. Vilhjálmur Egilsson vakti máls á þessu. Það er satt best að segja með ólíkindnum að við skulum hafa verið að löfesta samninga og síðan bíða þeir í þrjú, fjögur ár í utanrrn. þar til þeir eru birtir lögformlega.