Stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:38:00 (5010)

1998-03-23 15:38:00# 122. lþ. 92.1 fundur 270#B stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:38]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Íslendingar hafa verið í fararbroddi þjóða heims við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Frá árinu 1976 til ársins 1990 hafa Íslendingar dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 40% (Gripið fram í.) meðan aðrar þjóðir hafa ekkert gert í þessum efnum og eru núna að fara að taka sér tak í þessum efnum. Við munum og viljum gera allt sem við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og til að það sé hægt eigum við að láta framleiðsluna fara fram á þeim stöðum þar sem mengunin er minnst og mengun í framleiðslu í orkufrekum iðnferlum er minnst á Íslandi. Hún er tíu sinnum minni á Íslandi af því við notum hreina orku til þess heldur en í þeim löndum þar sem þetta fer fram með jarðefnaeldsneyti.