Aldurssamsetning þjóðarinnar

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:44:32 (5014)

1998-03-23 15:44:32# 122. lþ. 92.1 fundur 271#B aldurssamsetning þjóðarinnar# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:44]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Ég tek það svo að hv. þm. sé að vekja athygli á mjög mikilvægu máli sem snertir hagsmuni aldraðra og það séu fyrst og fremst þeir hagsmunir sem hann hefur í huga. Ég vil enn fremur segja að það er á þann veg sem ríkisstjórnin hefur einnig litið á þetta mál þegar horft er nokkra áratugi fram í tímann. Það er rétt hjá hv. þm. að um 2030 verður aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar svipuð aldurssamsetningu flestra vestrænna þjóða, Vestur-Evrópuþjóða.

[15:45]

Það þýðir að helmingi fleiri aldraðir, fullorðnir sem komnir eru á aldur til að taka eftirlaun verða að baki hvers sem er vinnandi. Þetta þýðir auðvitað að miklu meiri fjármunir munu renna til lífeyris fullorðins fólks á þeim árum og við höfum verið að vinna að breytingum hér til þess að koma í veg fyrir að slíkt muni leiða til stórkostlegra skattahækkana eða stórkostlegra ríkisútgjalda. (Forseti hringir.) Á fundi sem ég var á í síðustu viku, í Kalmar, þar sem fjármálaráðherrar 10 Norður-Evrópuþjóða hittust var einmitt litið á aðstæður Íslendinga sem sérstaklega góða í þessum efnum.