Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 18:49:19 (5050)

1998-03-23 18:49:19# 122. lþ. 92.20 fundur 557. mál: #A Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[18:49]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alrangt hjá hv. þm. Ég hef bara eina skoðun á málinu. Hún er nákvæmlega sú sama hvort sem um er að ræða Brunabótafélag Íslands heitið eða vélbátaábyrgðarfélögin. Þetta eru gagnkvæm tryggingafélög sem hafa starfað vel og lengi og ég held alltaf staðið sig mjög vel. Ég held það. Ég tók engan þátt í því, herra forseti, þegar Brunabótafélag Íslands hætti að starfa. Það getur vel verið að það hafi verið rétt ákvörðun.

En vélbátaábyrgðarfélögin, herra forseti, eru í dag einu starfandi tryggingafélögin úti á landi og að mínu áliti er mikil þörf á því að efla þau og styrkja þar sem það er mikill vilji fyrir því, bæði í Stykkishólmi, á Ísafirði og Akureyri að halda þeirri starfsemi áfram.