Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:40:47 (5087)

1998-03-24 15:40:47# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:40]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Margar stofnanir sem koma að ráðuneytum, t.d. Umferðarráð hefur fjallað sérstaklega um þessi mál í allshn. og rannsóknir á t.d. því hversu mörg slys eru vegna áfengisaksturs. Það er náttúrlega ekkert augljóst mál í rauninni að þessi mörk séu allt of há. Það er í sjálfu sér ekkert augljóst. En auðvitað er alltaf hræðilegt þegar slys verður af hvaða orsökum sem það er. Venjulega verða þau slys þegar menn eru langt fyrir ofan þau mörk sem eru í dag. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu. Aftur á móti verður hv. þm. Kristín Halldórsdóttir að átta sig á því að mikil störf liggja fyrir hinum ýmsum nefndum en allra flest málin liggja fyrir allshn. og þar hefur stjórnarandstaðan ákveðið að grípa niður og stöðva eðlilega vinnslu mála. Í tvígang hefur verið hafnað að halda aukafundi í þessari einu nefnd sem allir vita að hefur í raun langflest verkefnin á sinni könnu og þetta eru alveg stórfurðuleg vinnubrögð af hálfu minni hlutans.