Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:46:26 (5091)

1998-03-24 15:46:26# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:46]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Við höfum fylgt meginstefnunni sem hefur verið farið eftir í Evrópu og það hefur verið gert af mikilli ígrundun en auðvitað er það svo að alltaf getur komið til álita að gera þurfi breytingar. En hér þurfum við að huga að því að reglurnar miði að því markmiði, sem ég held við séum öll sammála um, að draga úr umferðarslysum og ekki síst þeim sem hljótast af því að ökumenn aka drukknir. Þess vegna þurfum við að vanda þær ákvarðanir sem teknar eru. Við eigum að fara í þá vinnu sem nauðsynleg er og taka síðan ákvarðanir. Það eru einfaldlega vönduð vinnubrögð og skynsamleg. Ég er ekki að andmæla því að það kunni að koma til breytinga af þessu tagi, en ég vil að það sé skoðað nákvæmlega og niðurstaðan verði þá örugglega sú að við séum að ná meiri og betri árangri.