Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 16:09:36 (5106)

1998-03-24 16:09:36# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[16:09]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er náttúrlega með mikla útúrsnúninga í þessu máli. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að það komi einfaldlega fram að mín túlkun snýr fyrst og fremst að því að minni hluti þingsins er að draga störf þessarar nefndar á langinn. Nefndarmenn í öðrum nefndum hafa sýnt að þeir vilji fara í sérstakar fundarherferðir, fara í sérstakar vinnubúðir til að geta unnið sín mál í friði og spekt og geta þannig afgreitt langa lista sem liggja fyrir til hægt sé að afgreiða mál inn í þingið og í einni slíkri nefnd á hv. þm. Ágúst Einarsson sæti. Ég mundi segja að ef allshn. hefði farið í einhverja slíka ferð þá væri búið að afgreiða sennilega meiri hlutann af þeim málum sem nú bíða afgreiðslu í nefndinni.