Umferðarlög

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 13:33:51 (5140)

1998-03-25 13:33:51# 122. lþ. 94.1 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[13:33]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með brtt. eru stigin mjög mikilvæg skref í umferðaröryggismálum til að sporna gegn ölvunarakstri. Allt að fimmta hvert banaslys má rekja til ölvunaraksturs og árlega eru allt að 2.500 manns teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Allar innlendar og erlendar rannsóknir styðja þessa leið en í Svíþjóð minnkaði ölvunaraksturinn um 30% þegar leyfilegt vínandamagn í blóði var fært niður eins og hér er lagt til. Ég sé enga ástæðu til þess að bíða eftir að embættismenn dómsmrh. gefi þinginu grænt ljós í þessu brýna umferðaröryggismáli og segi já.