Afbrigði

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:14:57 (5146)

1998-03-25 14:14:57# 122. lþ. 94.93 fundur 282#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:14]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Eins og aðrir þingflokkar stjórnarandstöðunnar þá munum við kvennalistakonur ekki styðja það að frv. um kjaramál fiskimanna fái flýtimeðferð á Alþingi. Það er algerlega óásættanlegt að samningsrétturinn sé tekinn af sjómönnum með lögum enn einu sinni. Að sjómenn og útgerðarmenn geti ekki leitt sín kjaramál til lykta á eigin forsendum sýnir okkur í hvaða óefni er komið með hið lagalega umhverfi þessarar stéttar. Þetta er algerlega óviðunandi og því munum við sitja hjá við því að veita þessu flýtimeðferð.