Afbrigði

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:15:54 (5147)

1998-03-25 14:15:54# 122. lþ. 94.93 fundur 282#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:15]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það er greinilegur ásetningur ríkisstjórnarinnar að leyfa sjómönnum ekki að semja. Þegar verkfall sjómanna hafði staðið í tæpa viku í febrúar var komið fram frv. um stöðvun. Nú hafði vinnustöðvun varað í rúma viku þegar ríkisstjórnin ákvað að skipa kjarasamningum sjómanna með lögum. Í bæði skiptin hefur flumbrugangurinn verið slíkur að ríkisstjórnin hefur mátt draga annaðhvort frv. eða efnisatriði þess til baka.

Það er algerlega óviðunandi að sjómenn skuli ekki fá frið til að semja um kjör sín vegna afskipta ríkisstjórnar Íslands. Hér er með því frv. sem liggur fyrir um kjaramál fiskimanna verið að grípa inn í kjaradeilu. Það eru forkastanleg vinnubrögð. Ég mun ekki geta stutt slík vinnubrögð og sit hjá.