Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:49:13 (5154)

1998-03-25 14:49:13# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:49]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það vakti athygli mína að í miðlunartillögu ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilunni var sérstaklega tekið fram í upphafi að forsenda miðlunartillögunnar séu þrjú frv. sem þar eru upptalin að þau verði að lögum á löggjafarþinginu 1997--1998 eins og þau eru kynnt. Það vakti athygli mína að þessi ákvæði, þessi inngangsorð í málamiðlunartillögu sáttasemjara, hafa verið felld út í frv. því sem er til umræðu. Því hlýt ég að spyrja hæstv. sjútvrh.: Hver eru skilaboð hans til sjútvn.? Eru skilaboðin þau að afgreiðsla þessara þriggja frv. eins og þau liggja fyrir séu forsenda þess að samþykkt verði tillaga hans um málamiðlunartillögu sáttasemjara eða lögfestingu hennar með einhverjum breytingum eða er hæstv. sjútvrh. horfinn frá því að forsenda afgreiðslunnar sé að umrædd frv. verði afgreidd eins og þau komu frá ráðherranefndinni? Ég ítreka spurningu mína: Eru það tilmæli hæstv. sjútvrh. að sjútvn. afgreiði þessi þrjú frv. eins og þau liggja fyrir eða eru skilaboð hæstv. sjútvrh. til sjávarútvegsnefndar að nefndin taki þessi frv. og skoði þau og geri á þeim breytingar ef nefndarmönnum finnst ástæða til?