Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:55:47 (5159)

1998-03-25 14:55:47# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:55]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu talaði utanrrh. eins og jafnan í umboði ríkisstjórnarinnar. En það álitaefni sem hv. þm. víkur að hefur ekkert komið upp. Sjómenn hafa ekki tekið neinar ákvarðanir um að aflýsa verkfallinu þannig að það álitaefni sem hv. þm. er að víkja að hefur ekkert gildi að þessu leyti því að sjómenn hafa ekki tekið neina slíka ákvörðun og þess vegna er í sjálfu sér alveg út í hött að vera að draga það álitaefni inn í umræðuna. Ef sjómenn hefðu tekið slíka ákvörðun hefði það verið gilt umræðuefni en hugmyndir af þessu tagi sem hafa ekki verið framkvæmdar skipta ekki miklu máli að minni hyggju við þessa umræðu.