Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 22:38:11 (5196)

1998-03-25 22:38:11# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[22:38]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Það er náttúrlega fjarri lagi, herra forseti, að hægt sé að skoða lögfestingu þessarar miðlunartillögu sem eitthvert vantraust á vinnulöggjöfina. Það er auðvitað fjarri lagi. Það var aldrei möguleiki á að búa til vinnulöggjöf sem tryggði það í öllum tilfellum og ævinlega að öllum kjarasamningum lyki með samkomulagi og þá er þetta þrautaráð eftir sem öllum er að sjálfsögðu mjög nauðugt að beita.