Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 22:38:50 (5197)

1998-03-25 22:38:50# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[22:38]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Af hverju flytur þá ekki hæstv. félmrh. frv. til laga um breytingu á vinnulöggjöfinni sem er á þessa leið: Þó skal setja lög um að banna verkföll þegar það á við? Það var það sem hæstv. ráðherra var að segja.

Staðreyndin er líka sú, herra forseti, að allur belgingurinn um að hin nýja vinnulöggjöf hafi tryggt launafólki í landinu 25% kaupmáttaraukningu. Hvers lags eiginlega tal er það? Ég segi alveg eins og er, herra forseti, að allir vita að þetta er rangt og hæstv. félmrh. líka, og veit að þetta breytir engu í þeim veruleika.

Staðreyndin er einnig sú að þegar hann heldur því fram að miðlunartillagan sem sjómenn samþykktu hafi verið unnin gegn hinni frumlegu vinnulöggjöf hans, þá er það ekki frumlegra en það að í vinnulöggjöfinni frá 1938 var gert ráð fyrir slíkum miðlunartillögum. Þetta er því miður allt tóm vitleysa, herra forseti, sem hæstv. ráðherra er að segja hér, enda er orðið áliðið kvölds.