Kjaramál fiskimanna

Föstudaginn 27. mars 1998, kl. 20:33:19 (5221)

1998-03-27 20:33:19# 122. lþ. 96.1 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 122. lþ.

[20:33]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Þingflokkur jafnaðarmanna hefur mótmælt því harðlega að nú skuli eiga að lögbinda kjör sjómanna til næstu tveggja ára. Því mun þingflokkurinn greiða atkvæði gegn því frv.

Hvað varðar frv. þrjú eru þær forsendur sem voru fyrir samþykki sjómanna við miðlunartillögu sáttasemjara brostnar þar sem gerð hefur verið grundvallarbreyting á efninu. Sú staða sem komin er upp er afleiðing afskipta ríkisstjórnarinnar og algerlega á hennar ábyrgð. Þingflokkur jafnaðarmanna mun því sitja hjá hjá afgreiðslu málanna þriggja.