Kjaramál fiskimanna

Föstudaginn 27. mars 1998, kl. 20:34:59 (5223)

1998-03-27 20:34:59# 122. lþ. 96.1 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 122. lþ.

[20:34]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Við stöndum frammi fyrir mjög dapurlegri niðurstöðu. Alþingi er í þann veginn að samþykkja lög á lögmætar aðgerðir sjómanna til að skipa sínum kjaramálum. Þessi lög taka af frjálsan samningsrétt og verkfallsrétt sjómannastéttarinnar á Íslandi fram á næstu öld.

Við mótmælum þessari lagasetningu og greiðum atkvæði gegn þessu frv. Við munum hins vegar sitja hjá eða styðja eftir atvikum þau frv. sem þessu fylgja eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til.