Kjaramál fiskimanna

Föstudaginn 27. mars 1998, kl. 21:04:59 (5229)

1998-03-27 21:04:59# 122. lþ. 97.1 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 122. lþ.

[21:04]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er komið til endanlegrar afgreiðslu frv. sem felur í sér að sjómenn er sviptir verkfallsrétti og lög sett á útgerðarmenn sem þeir eru afar ósáttir við. Á fundi félmn. í gær kom greinilega fram sú mikla undiralda ef ekki stórsjór sem einkennir samskipti þeirra deiluaðila sem hér eigast við. Því miður er hvorki verið að leysa eitt né neitt með þessari lagasetningu og ég spyr: Hvernig á að nýta gildistíma laganna til að leita raunverulegra lausna á þeim vanda sem hér er við að glíma? Ég get ekki annað en mótmælt þessu inngripi stjórnvalda í vinnudeilu sjómanna og útgerðarmanna og segi nei.