Lögreglulög

Mánudaginn 30. mars 1998, kl. 17:22:48 (5265)

1998-03-30 17:22:48# 122. lþ. 98.11 fundur 442. mál: #A lögreglulög# (samstarf lögregluliða, valnefnd Lögregluskólans o.fl.) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 122. lþ.

[17:22]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svo sem litlu við þetta að bæta. Ég skil hæstv. dómsmrh. svo að ef ekki tekst að sýna fram á einhver ákveðin brot, einhverja hegðan sem feli í sér skýr brot, þá komi ekki til þess að viðkomandi, í þessu tilviki lögreglustjórinn í Reykjavík, verði látinn bera ábyrgð á því, t.d. þeirri staðreynd að verulega vantar í fíkniefnageymslu lögreglunnar. Ég skil orð hans svo að brot á einhverju sérstöku ákvæði hafi þurft að hafa átt sér stað til að til þess geti komið að þessi tiltekni lögreglustjóri þurfi að bera starfsábyrgð. (Dómsmrh.: Þetta er útúrsnúningur.) Ef þessi skilningur minn er réttur verð ég að lýsa því yfir að mér þykir það miður að menn skuli ekki vera látnir sæta ábyrgð í samræmi við þá stöðu sem þeir hafa í viðkomandi embættum.