Frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 13:37:57 (5296)

1998-03-31 13:37:57# 122. lþ. 99.92 fundur 288#B frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna# (aths. um störf þingsins), MF
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 122. lþ.

[13:37]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hér hefur komið fram að einungis var óskað eftir því að þeir tveir hæstv. ráðherrar sem hér hafa verið nefndir yrðu viðstaddir umræðuna í gær, enda hét hún Vistun ungra afbrotamanna. Fyrst og fremst var verið að tala um lokaða eða opna vistun fyrir unga afbrotamenn. Upphaflega var ætlunin að sækja um lengri umræðu og þá hefði mátt hugsa sér að taka stöðu heilbrigðismála í fangelsum í framhaldi af ráðstefnu sem var haldin um daginn en að þessu sinni var það ekki gert og ekki á nokkrum stigum farið fram á það við hæstv. heilbrrh. að hún væri viðstödd.