Frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 13:47:38 (5301)

1998-03-31 13:47:38# 122. lþ. 99.92 fundur 288#B frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna# (aths. um störf þingsins), SvG
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 122. lþ.

[13:47]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Fyrir skömmu gerðist það að stjórnarandstaðan nýtti rétt sinn samkvæmt þingsköpum til að greiða atkvæði gegn afbrigðum. Stjórnarliðið brást við því með þeim hætti að því var hótað að breyta samskiptum í veigamiklum atriðum og margra missira vinna um breytingu á þingsköpum Alþingis var í raun tekin út af borðinu.

Nú er greinilega þykkt í framsóknarmönnum út af ummælum formanns heilbrn. í gær. Og hvert er viðbragð stjórnarliðsins, hvert er viðbragð formanns þingflokks Framsfl.? Viðbragðið er að hóta því að stjórnarandstaðan fái ekki á næsta þingi formennsku í nefndinni. Ég vil að það sé alveg skýrt af minni hálfu alla vega og okkar þingflokks: Við höfum ekki verið að sækjast eftir því til að komast í náðina hjá stjórnarflokkunum. Við höfum talið að um væri að ræða góð vinnubrögð í skipulagi þingsins. Ég skora á hv. formann þingflokks Framsfl. að kalla þá hótun aftur núna, vegna þess að það er óþolandi fyrir okkur í stjórn og stjórnarandstöðu að láta þá hótun liggja hér yfir vötnunum á þann hátt sem hún liggur nú fyrir.