Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 17:09:08 (5328)

1998-03-31 17:09:08# 122. lþ. 100.6 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[17:09]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna yfirlýsingu ráðherra um að það standi fyrir dyrum að bæta stöðu kvenna í utanríkisþjónustunni. Ég spurði einnig um stöðu eiginkvenna en þær geta ekki unnið og þetta háir t.d. konum sem hafa menntað sig til starfa að geta ekki unnið erlendis.

Að öðru leyti mun ég bíða með mín viðbrögð þar til hæstv. ráðherra hefur svarað fleiri spurningum.