Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 17:11:58 (5330)

1998-03-31 17:11:58# 122. lþ. 100.6 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[17:11]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta svar vegna Schengen er mjög áhugavert. Mér hefur virst alveg ljóst hvaða kröfur Evrópusambandið gerir varðandi Schengen. Við verðum að koma þarna inn á þjóðréttarlegum grundvelli og það er meira spurning um hvernig það sé túlkað, þ.e. hvort þurfi stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Mér finnst hæstv. ráðherra vera að segja svolítið annað núna en þetta hefur ekki verið skilningur minn þannig að ég mun bara bíða eftir því að fá þessa skýrslu og fagna því að hún er væntanleg og þá getum við rætt þetta þegar þar að kemur.