Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 19:59:24 (5361)

1998-03-31 19:59:24# 122. lþ. 100.6 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[19:59]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir svörin. Ég veit að utanrrn. hefur túlkað reglurnar um inngöngu í VES þannig að þar væri ekki um að ræða möguleika á fullri aðild þó svo að við hefðum áhuga á því eða gæfum í skyn áhuga á að fara inn sem fullgildir aðilar.

Það sem ég var að segja áðan var að í ræðu Klaus Kinkels, utanríkisráðherra Þýskalands, kom fram að þetta væri ekki spurning um að breyta þyrfti þessum reglum heldur væri þetta spurning um túlkun á þeim reglum sem þegar væru í gildi.

Ég vil hvetja hæstv. utanrrh. til að kynna sér það sem fram kom í máli utanríkisráðherra Þýskalands og kanna hvort þessi skilningur minn á því sem þarna fór fram er réttur.

Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, herra forseti.