Stofnsamningur Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 20:06:06 (5367)

1998-03-31 20:06:06# 122. lþ. 100.12 fundur 622. mál: #A stofnsamningur Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar# þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[20:06]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir þáltill. um fullgildingu stofnsamnings Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar sem er á vegum Alþjóðabankans. Þessi stofnun gengur daglega undir nafninu MICA. Hér er um mjög mikilvæga stofnun að ræða sem kemur til aðstoðar í þróunarlöndum og greiðir fyrir fjárfestingu einkaaðila í þessum löndum. Aðilar sem annars hefðu ekki fjárfest í þessum löndum töldu sig reiðubúna til að gera það vegna ábyrgðar þessarar stofnunar.

Ég vil leggja til, hæstv. forseti, að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til hv. utanrmn.