Prófun á vímuefnaneyslu nemenda í skólum

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 16:01:14 (5404)

1998-04-06 16:01:14# 122. lþ. 102.3 fundur 574. mál: #A prófun á vímuefnaneyslu nemenda í skólum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 122. lþ.

[16:01]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég lít svo á að ef skólayfirvöld eiga að fá almennar heimildir til rannsóknar af því tagi sem hv. þm. spurðist fyrir um þurfi sérstakar lagaheimildir til þess. Lögregla og barnaverndaryfirvöld hafa almennar heimildir til rannsókna á tilteknum málum en eigi að taka upp almennt víðtækara eftirlit og fela það öðrum aðilum eins og skólum tel ég að til þess þyrfti sérstakar lagaheimildir.