Aðgangur að Grensáslaug

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 17:19:08 (5434)

1998-04-06 17:19:08# 122. lþ. 102.9 fundur 623. mál: #A aðgangur að Grensáslaug# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 122. lþ.

[17:19]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það eru nokkrar sérútbúnar sundlaugar á Reykjavíkursvæðinu sem fatlaðir geta nýtt sér. Mér fannst það mjög athyglisvert sem kom fram hjá hv. þm. Ástu B. Þorsteinsdóttur um að opnunartími væri ekki nógu sveigjanlegur. Kannski ættum við fyrst og fremst að einbeita okkur að því að hægt verði að nýta þessar laugar. Nýlega var opnuð t.d. hjá DAS, Hrafnistu, mjög glæsileg sérútbúin laug og sjúkraþjálfunaraðstaða við hliðina og í Kópavogi er sérstök laug við endurhæfingardeild Ríkisspítala sem má eflaust nýta betur. Ég minntist á sundlaugina hjá Lömuðum og fötluðum og Sjálfsbjörg þannig að það eru margar sérútbúnar sundlaugar á þessu svæði og fyrst og fremst ætti náttúrlega að leggja áherslu á að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þessar laugar.