Yfirskattanefnd

Þriðjudaginn 14. apríl 1998, kl. 15:45:30 (5453)

1998-04-14 15:45:30# 122. lþ. 103.4 fundur 641. mál: #A yfirskattanefnd# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 122. lþ.

[15:45]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fæ ekki betur séð samkvæmt dagskrá Alþingis í dag og næstu daga og af væntanlegum ráðherraskiptum sem boðuð hafa verið af hæstv. forsrh. en að þetta sé síðasta mál sem hæstv. núv. fjmrh. mælir fyrir, sá sem hefur verið í embætti fjmrh. lengst allra manna. Ég vil því nota þetta tækifæri, þar sem ég hef bæði verið samherji hans og andstæðingur, til að þakka honum fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott undir öllum kringumstæðum og árna honum góðs.