Ráðherraskipti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 15:04:22 (5553)

1998-04-16 15:04:22# 122. lþ. 106.1 fundur 310#B ráðherraskipti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar# (tilkynning ráðherra), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[15:04]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Friðrik Sophusson fjmrh. hefur beðist lausnar frá embætti sínu með bréfi, dags. 14. apríl. Friðrik Sophusson hefur gegnt embætti sínu í tæp sjö ár með miklum ágætum og góðum árangri. Honum eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar.

Að tillögu forsrh. hefur forseti Íslands á ríkisráðsfundi í dag skipað Geir H. Haarde alþm. til að gegna embætti fjmrh. í ríkisstjórninni. Honum er óskað allra heilla og velferðar í störfum.

Þá hefur í dag verið ákveðið, sem vera mun fordæmalaust eða fordæmalítið, að framvegis skuli hæstv. utanrrh. verða staðgengill forsrh. í forföllum hans og forsrh. staðgengill utanrrh. í forföllum hans. Þetta tilkynnist hv. Alþingi hér með.