Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 17:21:49 (5582)

1998-04-16 17:21:49# 122. lþ. 106.12 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[17:21]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst og fremst er hér um að ræða samning sem tryggir rétt einstaklingsins. Það kemur mjög skýrt fram. Í 10. gr. segir:

,,Allir eiga rétt að einkalíf þeirra sé virt að því er varðar upplýsingar um heilbrigði þeirra.`` Allir eiga þennan rétt.

Í upphafi samningsins eru taldir upp fjöldamargir aðrir samningar sem hafa ber í huga við undirritun þessa samnings. Einn þeirra samninga er um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga, frá 28. jan. 1981.