Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 18:52:54 (5593)

1998-04-16 18:52:54# 122. lþ. 106.12 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[18:52]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi tímalengd einkaleyfisins hefur það verið skoðað sérstaklega því 12 ár er nokkuð langur tími. En bara gerð gagnagrunnsins tekur fjögur til fimm ár, bara það eitt og bíólógískar rannsóknir á sviði lyfjafræði taka yfirleitt tíu, ellefu ár. Þarna er umtalsverður kostnaður eins og hefur margsinnis komið fram og töluverð áhætta þannig að ekki er hægt að fá einstakt fyrirtæki til þess að leggja fram jafnmikið áhættufé ef sá sami aðili á síðan von á því að geta ekki nýtt sér það hagræði sem er af gagnagrunninum heldur kæmi þá annar og stæli því.