Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 18:53:58 (5594)

1998-04-16 18:53:58# 122. lþ. 106.12 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[18:53]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þessar skýringar á þessum 12 ára einkarétti en það væri fróðlegt að fá frekari upplýsingar um það hvort þessi einkaréttur í 12 ár komi alfarið í veg fyrir það að aðrir nýti sér þann gagnagrunn sem búið er þá að vinna á fimm árum eða svo eins og hæstv. ráðherra nefndi. Verður þetta algerlega í höndum þessa fyrirtækis í 12 ár eða geti fleiri aðilar komið og nýtt sér þennan gagnagrunn á þessu tímabili? Er það e.t.v. háð einhverjum leyfum eða eitthvað slíkt? Það væri líka nauðsynlegt að fá það fram í umræðunni úr því að við erum að ræða þennan 12 ára einkarétt.