Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 18:16:05 (5651)

1998-04-21 18:16:05# 122. lþ. 108.17 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[18:16]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Það var vissulega ekki háð þegar ég sagði að þetta mál væri vel unnið. Hins vegar er það nú svo að séu menn haldnir fullkomnunaráráttu þá er það oft þannig með slíka menn að þeir koma sjaldnast miklu í verk. Þeir sem alltaf liggja yfir kommusetningunni í staðinn fyrir að horfa á textann í heild koma ekki miklu í verk.

Ég tel að þetta mál sé ekki mjög flókið þannig að menn þurfi ekki langan tíma til að átta sig á því hvort það sé í lagi eða ekki. Mitt mat er að það sé í lagi, þetta sé gott mál sem sé í lagi, þannig að ég er tilbúinn til að greiða atkvæði með þessu máli, styðja það í gegnum þingið strax í vor.