Lyfjalög

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 19:28:29 (5665)

1998-04-21 19:28:29# 122. lþ. 108.16 fundur 652. mál: #A lyfjalög# (Lyfjamálastofnun o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[19:28]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má í auglýsingu koma fram við hvaða kvilla lyfið er gefið en það er líka hægt að auglýsa lyf aðeins með nafninu án þess að nákvæmlega komi fram við hverju lyfið er gefið og það er það sem stendur í þessum lagatexta þannig að það er opið hversu nákvæmlega er farið út í skilgreiningu í auglýsingu.