Stofnsamningur Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 20:28:07 (5684)

1998-04-21 20:28:07# 122. lþ. 108.15 fundur 622. mál: #A stofnsamningur Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar# þál. 10/122, Frsm. ÖS
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[20:28]

Frsm. utanrmn. (Össur Skarphéðinsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti utanrmn. um till. til þál. um þá fullgildingu stofnsamnings Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar sem lögð var fyrir þingið.

Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóðréttarfræðing utanríkisráðuneytisins.

Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin sem á ensku nefnist Multilateral Investment Guarantee Agency, skammstafað MIGA, er ein af fimm stofnunum Alþjóðabankans og sú eina sem Ísland á ekki aðild að. Með tilliti til þess að aðild að stofnuninni þjónar beint hagsmunum Íslands um aukna þátttöku í þróunaraðstoð og að íslenskir fjárfestar í þróunarlöndunum gætu haft hag af aðildinni leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt og nefndarmenn skrifa allir undir þetta álit fyrirvaralaust.