Bæjanöfn

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 14:59:56 (5778)

1998-04-28 14:59:56# 122. lþ. 112.27 fundur 164. mál: #A bæjanöfn# (örnefnanefnd) frv. 40/1998, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 122. lþ.

[14:59]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég bendi hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni á að hyggilegt er að lesa brtt. hv. menntmn. og lögin eins og þau gilda í dag og síðan frv. til þess að fá einhverja niðurstöðu í það sem menntmn. var að gera. Ég stend við það sem ég sagði áðan að þær breytingar sem við höfum verið að gera eru í frjálsræðisátt. Menntmn. var einróma í nál. sínu og brtt. og ég tel að hún hafi farið mjög nákvæmlega ofan í málið og allar þessar breytingar fullyrði ég að eru mjög til bóta.