Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 16:39:36 (5800)

1998-04-28 16:39:36# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[16:39]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er ekki um lítið skref að ræða. Þetta er aðalmálið. Skipulags- og byggingarmál á miðhálendinu eru aðalmálið. Þar felst valdið á miðhálendinu.

Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir ræddi áðan um valdníðslu og hroka. Ég minni Alþfl. á að undir stjórn þeirra var málum komið í þennan farveg. Það eina skipulag sem er núna búið að vinna á miðhálendinu er undir nefnd sem einungis aðiliggjandi hreppar eiga fulltrúa í. Þar er enginn frá þéttbýlissvæðunum. Núna á að taka á því, það á að bæta við fólki af þéttbýlissvæðunum í þessa vinnu og svo er verið að tala um valdníðslu og hroka. Ég vísa því bara til föðurhúsanna.