Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 16:44:35 (5805)

1998-04-28 16:44:35# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[16:44]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þingmaðurinn getur byrst sig og reynt að gera mig fákunnandi í skipulags- og byggingarlögum en það er líka alveg ljóst að á ákveðnum tíma fellur svæðisskipulag niður. Þegar búið er að vera með svæðisskipulag og búið að vinna aðalskipulag samkvæmt því er hlutverki svæðisskipulags lokið. Svo einfalt er það.

Virðulegi forseti. Það er frekar hvimleitt að stjórnarliðar skuli koma upp í andsvari og ýmist að halda því til streitu að sveitarfélögin nái alveg upp til jökla, það sé bara smá jökulrönd sem eigi eftir að skipa á sveitarfélögin, eða þá að skammast út í vankunnáttu mína út af ákvæðum um heimild til þess að skipuleggja svæði utan sveitarfélaga.