Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 16:55:58 (5813)

1998-04-28 16:55:58# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[16:55]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta alveg ótrúlegur málflutningur. Ég hef verið að vona að sú stund rynni upp að Hjörleifur Guttormsson tæki frekar í útrétta hönd í umræðu í umhverfismálum en falla ávallt í þá sömu gryfju að berja á Alþfl. Við höfum alltaf haft sama málflutning uppi og við erum búin að fara áður í gegnum hann, alltaf með nákvæmlega sömu viðbrögðum hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar. Það er ekkert í því sem hann hefur lesið sem segir að samvinnunefndin hafi átt að skipta hálendinu upp í sveitarfélög. Hér höfum við sett fram skoðun sem ég hélt að Hjörleifur Guttormsson mundi frekar styðja en berja sífellt á í gamalli andúð á Alþfl. sem hann kemst ekki út úr.