Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 18:40:48 (5835)

1998-04-28 18:40:48# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., JónK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[18:40]

Jón Kristjánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér þykir líklegt að hv. 4. þm. Vestf. hafi ekki verið viðstaddur alla þessa umræðu. Áðan komu mjög skýr svör frá hæstv. umhvrh. um það hvað hann ætlaðist fyrir með þessu frv. Það var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna, er stjórnarfrv. og samþykkt með þeim undantekningum sem fram hafa komið, og hv. 11. þm. Reykv. hefur gert grein fyrir. Hæstv. umhvrh. lýsti því yfir fyrir skömmu að frv. væri lagt fram til kynningar, ætlunin væri að afgreiða það á haustþingi og ljúka afgreiðslu þess á þessu ári. Þetta kom fram í ræðu hans en hann er nú mættur í salinn. Ég þarf því ekki að tala frekar í hans orðastað.