Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:27:19 (5861)

1998-04-28 22:27:19# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:27]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Varðandi aðkomu íbúa þéttbýlisins skal ég endurtaka það ef hv. þm. Össur Skarphéðinsson endilega vill. Það er rétt að einn á að koma frá Reykjanesi. Tveir eiga að koma frá Reykjavík, (Gripið fram í: Svaraðu þessu með byggingarleyfið.) einn á að koma frá Vestfjörðum, einn á að koma frá félmrn. og einn frá umhvrn. þannig að þarna koma að miklu breiðari sjónarmið en var í fyrri hugmyndum um aðkomu íbúa að skipulagsmálunum. Núna eru það bara íbúarnir sem búa í sveitarfélögunum sem liggja að miðhálendinu. Hér er verið að breikka þennan hóp allverulega. (Gripið fram í: Hvað með byggingarleyfið?)