Frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 11:08:02 (5894)

1998-04-29 11:08:02# 122. lþ. 114.93 fundur 329#B frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[11:08]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að það sé alveg hárrétt að búið sé að ákveða dagskrá þessa fundar, þá lít ég ekki svo á og skil ekki orð hæstv. forseta svo að ef samkomulag næst við formenn þingflokka um stuðning við afbrigði við frv. hæstv. umhvrh. þá sé loku fyrir það skotið að það geti komist á dagskrá í dag með þeim hætti að forseti slíti fundi og veki nýjan fund þegar að þeim fundi loknum til að geta tekið það mál á dagskrá. Ég lít ekki svo á að forseti hafi með orðum sínum áðan verið að útiloka þá lausn og spyr hvort sá skilningur minn sé ekki réttur að verði um þetta samkomulag, þá sé ekki útilokað að málið geti komist á dagskrá í dag vegna þess að því fyrr sem það kemst á dagskrá því meiri líkur eru til þess að hægt sé að ljúka málinu.