Frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 11:09:10 (5895)

1998-04-29 11:09:10# 122. lþ. 114.93 fundur 329#B frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[11:09]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Sá skilningur er réttur að það er alltaf hægt að setja nýjan fund og þetta munum við ræða síðar í dag.

Forseta varð á í messunni áðan. Hann leyfði hv. 4. þm. Vestf. að tala í þriðja sinn og getur væntanlega ekki annað en leyft hv. 8. þm. Reykv., sem var málshefjandi, að tala í hið þriðja sinn. En það eru undantekningar frá reglunni.