Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 16:20:40 (5933)

1998-04-29 16:20:40# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[16:20]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Það var eins og við var að búast af hálfu hv. þm. Magnúsar Stefánssonar að það var málefnalegt svar og málefnalega með farið það sem var verið að ræða.

En mig langar til þess, herra forseti, að ljúka máli mínu hér með því að segja að það er afdráttarlaus skoðun jafnaðarmanna að það beri að líta á miðhálendið sem eina stjórnsýslu- og skipulagslega heild undir einni landskjörinni stjórn með aðkomu sveitarfélaganna. Þetta er í grunninn skoðun okkar og ef einhverjum dettur í hug að þetta sé til þess að setja málið, eins og hv. þm. Hjörleifur Guttormasson sagði, setja málið í uppnám, þá hafa nú mörg mál verið sett í uppnám af minna tilefni en nú gefst.