Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 21:48:15 (5951)

1998-04-29 21:48:15# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[21:48]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill taka fram að hann tekur enga efnislega afstöðu til þess hvort margrætt og margnefnt frv. eigi erindi inn í þingið fyrr eða síðar. Hann vill þó geta þess að samkvæmt þingsköpum er forseta að ákveða dagskrá hvers fundar. Það er einnig venja í þinginu að leggi hæstv. ráðherra eða einstakir þingmenn fram frumvarp sem þeir óska ekki sérstaklega eftir að verði tekin á dagskrá heldur eingöngu verði dreift til kynningar er yfirleitt orðið við því.

Forseti vill hins vegar árétta að í sömu tilnefndu grein, 63. gr. þingskapa, má ákveða dagskrá næsta fundar eftir ályktun þingsins. Það segir með öðrum orðum að hverjum einum hv. þm. er frjálst að bera upp tillögu um dagskrárefni næsta fundar. Forseti vill vekja athygli hv. þm. á þessu atriði.